Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 24. júní 2025 17:23
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur fékk tveggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu
Kyle McLagan í eins leiks bann
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Árnason verður í banni gegn Val.
Ívar Örn Árnason verður í banni gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin Cosic er einn af þremur Njarðvíkingum sem tekur út bann gegn Keflavík.
Amin Cosic er einn af þremur Njarðvíkingum sem tekur út bann gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk aukaleik í bann frá aganefnd KSÍ eftir rauða spjaldið gegn Fram í gær. Hann verður því ekki með Íslandsmeisturunum í næstu tveimur leikjum liðsins í Bestu deildinni.

Höskuldur hrinti leikmanni Fram áður en hann glímdi við markvörð liðsins þegar hann reyndi að ná boltanum eftir að hafa jafnað úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fær aukaleik í bann vegna ofsalegrar framkomu.

Höskuldur verður í banni þegar Breiðablik heimsækir Stjörnuna á föstudagskvöld og í útleik gegn Aftureldingu í næstu viku.

Varnarmaðurinn Kyle McLagan í Fram, sem einnig fékk rautt spjald í átökunum sem áttu sér stað, fékk eins leiks bann.

Aðrir í banni í Bestu deildinni
Í leiknum gegn Fram fékk sóknarmaðurinn Tobias Thomsen í Breiðabliki sitt fjórða gula spjald á tímabilinu og hann er því kominn í bann sem hann tekur út gegn Stjörnunni.

Aðrir í Bestu deildinni sem verða í banni í næstu umferð vegna uppsafnaðra áminninga:

Ívar Örn Árnason verður í banni hjá KA þegar liðið fær Val í heimsókn á föstudag. Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val verður í banni hjá Val í þeim leik.

Böðvar Böðvarsson og Tómas Orri Róbertsson verða í banni hjá FH þegar liðið á leik gegn KR á sunnudag.

Haraldur Einar Ásgrímsson verður í banni hjá Fram þegar liðið mætir ÍBV á sunnudag.

Marko Vardic verður banni þegar ÍA heimsækir Vestra á sunnudag.

Í banni í næstu umferð í Lengjudeildinni:
Amin Cosic, Joao Ananias og Tómas Bjarki Jónsson leikmenn Njarðvíkur verða í banni í grannaslag gegn Keflavík á fimmtudaginn. Nacho Heras leikmaður Keflavíkur verður í banni í þeim leik en hann fékk tveggja leikja bann eftir sitt annað rauða spjald.

Árni Steinn Sigursteinsson leikmaður Fjölnis verður í banni gegn Þór á fimmtudaginn. Sigfús Fannar Gunnarsson verður í banni hjá Þór í þeim leik.

Haukur Leifur Eiríksson verður í banni þegar HK heimsækir Þrótt á föstudaginn.

Aron Lucas Vokes verður í banni þegar Selfoss fær Leikni í heimsókn á föstudaginn.

Í banni í bikarnum:
Örvar Logi Örvarsson tekur út leikbann hjá Stjörnunni gegn Val í undanúrslitum bikarsins en leikið verður eftir viku.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 20 9 6 5 36 - 31 +5 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 20 5 1 14 20 - 42 -22 16
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner
banner