Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júlí 2020 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Grindavík og Álftanes unnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Grindavík og Álftanes nældu sér í þrjú stig hvort.

Birgitta Hallgrímsdóttir gerði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks er Grindavík hafði betur gegn Sindra.

Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir, fyrrum leikmaður KR, gerði þá bæði mörkin er Álftanes hafði betur gegn Hömrunum á Akureyri.

Bæði Grindavík og Álftanes eru komin með níu stig eftir fimm umferðir. Þau eru þremur stigum frá sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. sem situr í öðru sæti.

Hamrarnir eru með sjö stig á meðan Sindri er aðeins með þrjú.

Grindavík 1 - 0 Sindri
1-0 Birgitta Hallgrímsdóttir ('50)

Hamrarnir 0 - 2 Álftanes
0-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('49)
0-2 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('83)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner