Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júlí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fred: Viljum vinna Meistaradeildina
Fred kostaði rúmlega 40 milljónir punda þegar hann gekk í raðir Man Utd frá Shakhtar Donetsk fyrir tveimur árum síðan. Hann er búinn að spila 45 leiki á tímabilinu.
Fred kostaði rúmlega 40 milljónir punda þegar hann gekk í raðir Man Utd frá Shakhtar Donetsk fyrir tveimur árum síðan. Hann er búinn að spila 45 leiki á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred er mjög ánægður með gengi Manchester United á árinu og vonast til að liðið geti gert atlögu að Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Rauðu djöflarnir eru í Meistaradeildarsæti sem stendur en eiga úrslitaleik gegn Leicester á morgun. Sigur eða jafntefli nægir til að tryggja sætið, en tap gæti þýtt að liðið endar í Evrópudeildarsæti.

„Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera í Meistaradeildinni á hverju ári. Þetta er eitthvað sem skiptir félagið, leikmenn og stuðningsmenn miklu máli," segir Fred.

„Þessi hópur á skilið að spila í Meistaradeildinni og það verður frábært að taka þátt í henni á næstu leiktíð. Við viljum reyna að vinna keppnina."

Harry Maguire verður líklega í byrjunarliði Man Utd á morgun og mun þá mæta sínum fyrrum liðsfélögum í Leicester. United greiddi 80 milljónir punda til að fá Maguire yfir til sín í fyrra.

„Þetta verður frábær tilfinning fyrir Harry því hann mætir gömlu liðsfélögunum sínum. Hann var hjá félaginu í langan tíma og á eflaust sterk vinasambönd við leikmenn þar þannig þetta verður gaman fyrir hann. Hann er orðinn leikmaður Manchester United og mun gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að Leicester skori mark."
Athugasemdir
banner
banner
banner