sun 25. ágúst 2019 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba: Rasísk ummæli eru vanþekking - Ætlar að berjast fyrir næstu kynslóð
Pogba ásamt Harry Maguire í leiknum gegn Palace í gær.
Pogba ásamt Harry Maguire í leiknum gegn Palace í gær.
Mynd: Getty Images
Umræðan um rasísk ummæli á samfélagsmiðlum halda áfram. Pogba og Rashford fengu að heyra það á samfélagsmiðlum í gær.

Rashford og Pogba urðu fyrir kynþáttaníði.

Paul Pogba klúðraði vítaspyrnu og var látinn heyra það á samfélagsmiðlum.

Pogba tjáði sig um rasisma eftir leikinn í gær.

„Rasísk ummæli eru vanþekking," sagði Pogba á twitter í morgun.

Færslu Pogba má sjá hér að neðan.

„Forfeður mínir og foreldrar mínir þjáðust fyrir mína kynslóð til þess að hún væri frjáls í dag, frjáls til þess að vinna, fara í strætó og til þess að spila fótbolta."

„Svona lagað gerir mig sterkari og ég ætla mér að berjast fyrir komandi kynslóð."


Athugasemdir
banner
banner
banner