Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Valsmenn komu til baka og unnu Vestra
Jónatan Ingi skoraði og lagði upp í sigri Vals
Jónatan Ingi skoraði og lagði upp í sigri Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var ógnandi í fyrri hálfleiknum en liðsmunurinn var greinilegur í þeim síðari
Vestri var ógnandi í fyrri hálfleiknum en liðsmunurinn var greinilegur í þeim síðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 Vestri
0-1 Gunnar Jónas Hauksson ('11 )
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('32 )
2-1 Jónatan Ingi Jónsson ('68 )
3-1 Patrick Pedersen ('94 )
Rautt spjald: Gustav Kjeldsen, Vestri ('6) Lestu um leikinn

Valsmenn unnu 3-1 sigur á Vestra í 20. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í dag.

Það voru blendnar tilfinningar yfir byrjun Vestra. Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að taka Albin Skoglund niður sem var að sleppa í gegn, en fimm mínútum síðar komust Ísfirðingar yfir þegar Gunnar Jónas Hauksson setti boltann í netið.

Sendingin kom frá hægri og náðu Valsmenn ekki að hreinsa almennilega frá marki. Gunnar fékk boltann og hamraði honum framhjá Ögmundi Kristinssyní markinu.

Heimamenn voru slegnir að fá þetta mark í andlitið og tók smá tíma í að ná áttum en tuttugu mínútum síðar tókst þeim að jafna þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir sendingu Jónatans Inga Jónssonar.

Leikmenn Vestra vildu fá dæmda rangstöðu á Jónatan í aðdraganda marksins en fengu ekki.

Síðari hálfleikurinn var eign Vals. Guðmundur Arnar Svavarsson bjargaði á línu frá Jónatani snemma í síðari og þá átti Patrick Pedersen fínasta færi er hann lyfti boltanum yfir William Eskelinen í markinu, en boltinn rétt framhjá.

Það var ekki spurning hvort heldur hvenær Valur myndi skora annað markið og kom það þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Valsmenn áttu sendingu sem fór af varnarmanni og á Jónatan sem frjáls á teignum. Hann setti boltann síðan í netið með góðu innanfótarskoti.

Seint í uppbótartíma náði Valur að gera endanlega út um leikinn. Vestri var kominn með alla fram og náðu Valsmenn að keyra hratt á þá. Patrick Pedersen komst einn í gegn og skoraði örugglega. Þrettánda deildarmark hans í sumar.

Þetta var það síðasta sem gerðist í þessum leik. Lokatölur 3-1 fyrir Val sem er áfram í 3. sæti með 35 stig en Vestri í 10. sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner