Ipswich Town er búið að staðfesta kaup á írska landsliðsmanninum Dara O'Shea sem kemur til félagsins úr röðum Burnley.
Talið er að Ipswich borgi um 15 milljónir punda til að kaupa O'Shea, sem var byrjunarliðsmaður í liði Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
O'Shea er 25 ára gamall og er mikilvægur hlekkur í írska landsliðinu, þar sem hann á 26 leiki að baki.
O'Shea er ellefti leikmaðurinn sem Ipswich kaupir í sumar en félagið festi kaup á kantmanninum öfluga Jack Clarke í gær.
DO another signing. ? pic.twitter.com/VjduEHp2Jf
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) August 25, 2024
Athugasemdir