
Hin tvítuga Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði báða leiki landsliðsins í síðasta landsliðsverkefni.
Alexandra virðist vera að festa sig í sessi á miðvsvæðinu en hún er núna búin að spila sjö A-landsleiki og skora tvö mörk.
Rætt var um það í síðasta þætti Heimavallarins að hennar nafn gleymist í umræðunni þegar verið að er að tala um unga leikmenn í landsliðinu.
„Mér finnst Alexandra tínast í umfjölluninni," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR. „Hún er frábær á miðjunni, spilaði eins og þroskaður leikmaður, sterk að fá hann í fætur og skilar honum alltaf á einhverja góða staði, frábær sókarlega. Mér fannst hún ótrúlega sterk líkamlega á móti Svíum."
„Við höfum rætt þetta margoft áður hvort hún sé ekki púslið sem vantar inn á miðjuna. Við eigum frábæra miðjumenn en það hefur verið svipaður taktur í þeim oft á tíðum," sagði Mist Rúnarsdóttir.
„Þetta eru margir svipaðir leikmenn. Það hefur vantað tíu - hún er ekki beint tía en hún getur spilað þar líka en er líka varnarlega. Hún er ótrúlega góð í fótbolta," sagði Aníta.
„Hún gæti spilað í vinstri bakverði og staðið sig vel, hún er þannig leikmaður," sagði Edda Garðarsdóttir.
Þess má geta að Alexandra er uppalin í Haukum eins og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Alexandra fór úr Haukum í Breiðablik, eins og Sara, og það verður spennandi að sjá hversu langt Alexandra mun ná.
Hér að neðan má hlusta á umræðuna úr útvarpsþættinum Fótbolta.net.
Athugasemdir