Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   mán 25. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea ekki skorað jafn lítið síðan 1996
Mynd: EPA

Gengi Chelsea hefur verið arfaslakt á þessu ári og tapaði liðið heimaleik gegn Aston Villa í gær, 0-1.


Þegar enskir úrvalsdeildarleikir eru skoðaðir kemur í ljós að Chelsea hefur núna mistekist að skora í 13 deildarleikjum á árinu, sem er versta markaskorun félagsins síðan árið 1996 þegar liðinu mistókst að skora í 14 deildarleikjum.

Það er nóg eftir af árinu 2023 og því gætu lærisveinar Mauricio Pochettino hæglega bætt þetta met, en þá yrði það versta markaskorun Chelsea frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea er aðeins komið með fimm stig eftir sex fyrstu leikina á nýju úrvalsdeildartímabili. Liðið er búið að skora fimm mörk, en þrjú þeirra komu í sigri gegn Luton Town.

Tapleikurinn gegn Aston Villa var þriðji úrvalsdeildarleikurinn í röð sem Chelsea mistekst að skora í.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir