Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. nóvember 2019 21:58
Brynjar Ingi Erluson
England: Hourihane skoraði og lagði upp í sigri Villa
Conor Hourihane skoraði í kvöld og fagnaði því vel og innilega
Conor Hourihane skoraði í kvöld og fagnaði því vel og innilega
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 0 Newcastle
1-0 Conor Hourihane ('32 )
2-0 Anwar El Ghazi ('36 )

Aston Villa vann Newcastle 2-0 í lokaleik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Villa Park.

Conor Hourihane kom Villa yfir á 32. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Hourhane potaði boltanum á Jack Grealish sem stoppaði boltann og setti Hourihane boltann vinstra megin við vegginn og í netið.

Villa hamraði járnið meðan það var heitt og bætti við öðru marki fjórum mínútum síðar. Þar var að verki Anwar El Ghazi eftir sendingu frá Hourihane.

El Ghazi kom boltanum aftur í markið áður en hálfleikurinn var úti en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Wesley fékk dauðafæri til að bæta við þriðja markinu undir lok leiks en klúðraði af stuttu færi.

Lokatölur 2-0 fyrir Aston Villa sem er með 14 stig í 15. sæti á meðan Newcastle er sæti ofar með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner