
Otto Addo, þjálfari Gana, var svekktur í leikslok eftir naumt tap gegn Portúgal á HM í gær.
Leikurinn endaði 3-2 eftir mikla dramatík þar sem Gana jafnaði næstum því metin í lokin.
Leikurinn endaði 3-2 eftir mikla dramatík þar sem Gana jafnaði næstum því metin í lokin.
Addo var verulega ósáttur við vítaspyrnu sem Portúgal fékk í seinni hálfleiknum þegar ofurstjarnan Cristiano Ronaldo fór niður í teignum. Addo fannst Ronaldo fara niður við litlar sakir.
VÍTI VÍTI hver annar er Ronaldo komst í gott færi og það skellt niður í teignum. pic.twitter.com/en8TdkYvNL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 24, 2022
Ronaldo fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði. Addo var ósáttur við dómgæsluna þarna.
„Þetta var ekki vítaspyrna, það sáu allir. Af hverju var dæmt? Vegna þess að þetta var Ronaldo eða eitthvað. Ef þú horfir á endursýningu þá sést að við förum í boltann. Ég veit ekki af hverju VAR skerst ekki í leikinn," sagði Addo eftir leik.
Athugasemdir