Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Chelsea rúllaði yfir Barcelona - Man City tapaði gegn Leverkusen
Aubameyang hetjan gegn Newcastle
Chelsea rúllaði yfir Barcelona
Chelsea rúllaði yfir Barcelona
Mynd: EPA
Patrick Schick innsiglaði sigurinn gegn Man City
Patrick Schick innsiglaði sigurinn gegn Man City
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang sá um Newcastle
Pierre-Emerick Aubameyang sá um Newcastle
Mynd: EPA
Chelsea fór illa með Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. Enzo Fernandez var gríðarlega óheppinn en það voru tvö mörk dæmd af honum í fyrri hálfleik.

Eftir hálftíma leik náði Chelsea að brjóta ísinn. Pedro Neto átti skot á markið en varnarmenn Barcelona voru í stórkostlegum vandræðum með að koma boltanum frá og það endaði með því að boltinn fór af Jules Kounde og í netið.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Ronald Araujo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Marc Cucurella.

Snemma í seinni hálfleik kom Andrey Santos boltanum í netið en í þriðja sinn var mark dæmt af Chelsea vegna rangstöðu.

Estevao bætti öðru löglega marki Chelsea við stuttu síðar þegar hann skoraði úr þröngu færi. Liam Delap innsiglaði öruggan sigur liðsins eftir sendingu frá Fernandez.

Pep Guardiola gerði tíu breytingar á liði Man City frá tapi gegn Newcastle um helgina. Liðið fékk Leverkusen í heimsókn og lenti í miklum vandræðum.

Alejandro Grimaldo sá til þess að Leverkusen var með forystuna í hálfleik. Patrick Schick bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Ibrahim Maza.

Harvey Barnes kom Newcastle yfir snemma leiks gegn Marseille. Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks eftir glórulaust úthlaup hjá Nick Pope.

Barnes kom boltanum í netið strax í kjölfarið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Aubameyang náði að refsa og kom Marseille yfir og það reyndist vera sigurmarkið.

Það var mikið fjör í Noregi þar sem Bodö/Glimt fékk Juventus í heimsókn. Heimamenn voru með forystu í hálfleik en Ole Blomberg skoraði markið eftir að Kasper Högh, fyrrum leikmaður Vals, flikkaði boltanum á fjærstöngina eftir hornspyrnu.

Lois Openda jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks og Weston McKennie kom Juventus yfir. Þessu var ekki lokið því Bodö/Glimt fékk vítaspyrnu undir lokin og Sondre Fet skoraði og jafnaði metin.

Í uppbótatíma átti Kenan Yildiz skot sem Nikita Haikin, markvörður Bodö/Glimt, varði út í teiginn og Jonathan David skoraði á opið markið og tryggði Juventus sigurinn.

Scott McTominay var á skotskónum þegar Napoli lagði Qarabag en Rasmus Höjlund klikkaði á vítaspyrnu. Dortmund vann öruggan sigur á Villarreal þrátt fyrir að hafa klikkað á tveimur vítaspyrnum.

Þá var markalaust í leik Slavia Prag og Athletic Bilbao.

Manchester City 0 - 2 Bayer
0-1 Alejandro Grimaldo ('23 )
0-2 Patrik Schick ('54 )

Marseille 2 - 1 Newcastle
0-1 Harvey Barnes ('6 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('46 )
2-1 Pierre Emerick Aubameyang ('50 )

Chelsea 3 - 0 Barcelona
1-0 Jules Kounde ('27 , sjálfsmark)
2-0 Estevao ('55 )
3-0 Liam Delap ('73 )
Rautt spjald: Ronald Araujo, Barcelona ('44)

Napoli 2 - 0 Qarabag
0-0 Rasmus Hojlund ('56 , Misnotað víti)
1-0 Scott McTominay ('65 )
2-0 Marko Jankovic ('72 , sjálfsmark)

Borussia D. 4 - 0 Villarreal
1-0 Serhou Guirassy ('45 )
2-0 Serhou Guirassy ('54 )
2-0 Serhou Guirassy ('54 , Misnotað víti)
3-0 Karim Adeyemi ('59 )
3-0 Fabio Silva ('81 , Misnotað víti)
4-0 Daniel Svensson ('90 )
Rautt spjald: Juan Foyth, Villarreal ('53)

Slavia Praha 0 - 0 Athletic

Bodo-Glimt 2 - 3 Juventus
1-0 Ole Blomberg ('27 )
1-1 Lois Openda ('48 )
1-2 Weston McKennie ('59 )
2-2 Sondre Fet ('87 , víti)
2-3 Jonathan David ('90 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Chelsea 5 3 1 1 12 6 +6 10
5 Dortmund 5 3 1 1 17 11 +6 10
6 Man City 5 3 1 1 10 5 +5 10
7 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
8 Newcastle 5 3 0 2 11 4 +7 9
9 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
10 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
11 Galatasaray 5 3 0 2 8 7 +1 9
12 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
13 Leverkusen 5 2 2 1 8 10 -2 8
14 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
15 Barcelona 5 2 1 2 12 10 +2 7
16 Qarabag 5 2 1 2 8 9 -1 7
17 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
18 Napoli 5 2 1 2 6 9 -3 7
19 Marseille 5 2 0 3 8 6 +2 6
20 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
21 Juventus 5 1 3 1 10 10 0 6
22 St. Gilloise 5 2 0 3 5 12 -7 6
23 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
24 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
25 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
26 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
27 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
28 Athletic 5 1 1 3 4 9 -5 4
29 Benfica 5 1 0 4 4 8 -4 3
30 Slavia Prag 5 0 3 2 2 8 -6 3
31 Bodö/Glimt 5 0 2 3 7 11 -4 2
32 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
33 Villarreal 5 0 1 4 2 10 -8 1
34 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
35 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
36 Ajax 5 0 0 5 1 16 -15 0
Athugasemdir
banner