Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikkel Qvist í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik er búið að ná samkomulagi við Mikkel Qvist um að ganga í raðir félagsins. Hann kemur frá Horsens í Danmörku.

Mikkel lék með KA á láni seinni hluta síðasta tímabils og tímabilið þar á undan. Hann stóð sig vel með KA en er nú á leið í Kópavoginn.

„Mikkel er örvfættur varnarmaður og er hann 2,03 á hæð. Hann hefur staðið sig vel með KA mönnum og var lykilmaður í sterkri vörn norðanpilta undanfarin tvö ár," segir í tilkynningu Breiðabliks.

Mikkel mun hitta liðsfélaga sína á Atlantic Cup í Portúgal í febrúar. Hann er 28 ára og fer væntanlega í samkeppni við þá Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Elfar Freyr Helgason um sæti í byrjunarliði Breiðabliks.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru KA og ÍA einnig að reyna fá Mikkel í sínar raðir.

„Við erum alltaf að skoða eins og ég hef áður sagt, endalaust að skoða hópinn og reyna styrkja hann. Við misstum Róbert Orra Þorkelsson í fyrra og Elfar Freyr Helgason var í sprautu í síðustu viku. Vonandi byrjar hann að æfa á miðvikudaginn, vonandi fær hann fullkomlega bót meina sinna. Hann er búinn að vera lengi frá," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á dögunum.

Athugasemdir
banner
banner