Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   mið 26. febrúar 2020 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Leeds heldur fimm stiga forskoti
Leeds heldur í fimm stiga forskot sitt í öðru sæti Championship-deildarinnar eftir leiki kvöldsins á Englandi.

Það voru ekki mörg mörk skoruð í leikjum kvöldsins og lét Leeds sér það nægja að skora eitt mark á útivelli gegn Middlesbrough. Það nægði til sigurs.

Leeds er þá með 65 stig í öðru sæti deildarinnar, en liðið stefnir á að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2004. Fulham er í þriðja sæti eftir dramatískan sigur á Swansea, fimm stigum frá Leeds.

Jón Daði Böðvarsson spilaði 80 mínútur hjá Milwall í markalausu jafntefli gegn Birmingham á heimavelli. Milwall er í tíunda sæti, sex stigum frá umspilinu.

Hér að neðan má sjá úrslit og stigatöflu í deildinni. Það gæti tekið stigatöfluna einhvern tíma að uppfærast.

Fulham 1 - 0 Swansea
1-0 Aleksandar Mitrovic ('90 )

Blackburn 0 - 0 Stoke City

Hull City 0 - 1 Barnsley
0-1 Cauley Woodrow ('42 )

Middlesbrough 0 - 1 Leeds
0-1 Mateusz Klich ('45 )

Millwall 0 - 0 Birmingham

Sheffield Wed 1 - 0 Charlton Athletic
1-0 Steven Fletcher ('90 )

Reading 0 - 3 Wigan
0-1 Kieffer Moore ('23 )
0-2 Jamal Lowe ('67 )
0-3 Michael Jacobs ('90)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner
banner