Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2020 10:23
Elvar Geir Magnússon
Bjarni Mark æfir með Meistaradeildarliði í handbolta
Bjarni er fyrrum leikmaður KA.
Bjarni er fyrrum leikmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamaðurinn Bjarni Mark Duffield hefur verið að æfa með handboltaliði IFK Kristianstad í Svíþjóð. Systir Bjarna er kærasta Ólafs Guðmundssonar landsliðsmann í handbolta sem leikur fyrir Kristianstad.

Bjarni spilar fótbolta fyrir Brage í sænsku B-deildinni en mætti á sínu fyrstu handboltaæfingu í vikunni!

„Það eru engar æfingar hjá mínu liði í tvær vikur og ég gat ekki ferðast til Íslands því þá hefði ég þurft að fara í sóttkví. Ég hef sem betur fer Tinnu og Óla hérna í Suður-Svíþjóð," sagði Bjarni við Sportið mitt á Stöð 2 Sport í vikunni.

Bjarni hefur fengið að æfa með Ólafi hjá handboltaliði Kristianstad og segir að hann gæti varla haft það betra á þessum leiðinlegu tímum.

Stefnt er á að fótboltatímabilið í Svíþjóð muni fara af stað í júní en kórónaveirusmitum í landinu hefur fjölgað hratt og óvíst hvort sú áætlun geti staðist.

Bjarni, sem lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í janúarverkefninu, birti þessa mynd af sér á Instagram sem tekin var eftir handboltaæfingu í Svíþjóð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner