Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 26. apríl 2021 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Leicester City og Crystal Palace: Vardy og Iheanacho frammi
Leicester City og Crystal Palace eigast við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðin mætast á King Power-leikvanginum klukkan 19:00.

Leicester er í fínum málum í 3. sæti deildarinnar og getur náð fjögurra stiga forystu á Chelsea með sigri í kvöld.

Liðið er óbreytt frá síðasta leik en Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy leiða framlínuna.

Crystal Palace er í 13. sæti deildarinnar en liðið hefur þó aðeins spilað 31 leik.

Leicester: Schmeichel, Fofana, Evans, Söyüncü, Castagne, Ndidi, Tielemans, Thomas, Maddison, Vardy, Iheanacho

Crystal Palace: Guaita; Ward, Kouyaté, Dann, Van Aanholt; Ayew, Milivojevic, Riedewald, Eze; Benteke, Zaha
Athugasemdir
banner