Lúkas Petersson og félagar hans í varaliði Hoffenheim munu spila í C-deildinni á næsta tímabili eftir að liðið vann varalið Eintracht Frankfurt, 2-1, í dag.
U21 árs landsliðsmarkvörðinn er þriðji markvörður aðalliðs Hoffenheim en ekki fengið tækifærið á þessu tímabili og þá er hann aðalmarkvörður varaliðsins.
Þar hefur hann verið að gera stórkostlega hluti og haldið hreinu í ellefu leikjum.
Hann spilaði allan leikinn í 2-1 sigrinum á Frankfurt í dag og var þar með ljóst að varaliðið mun spila í C-deildinni á næsta tímabili.
Hoffenheim er á toppnum í sínum riðli í D-deildinni, tólf stigum á undan næsta liði.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Preussen Münster gegn Darmstadt Í B-deildinni. Münster er í næst neðsta sæti deildarinnar með 29 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson byrjuðu báðir hjá AB sem tapaði fyrir Middlefart, 1-0, í meistarariðli dönsku C-deildarinnar.
AB er í neðsta sæti riðilsins með 31 stig. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfar AB.
Wir blicken kurz auf Hoffe II ??
— TSG Hoffenheim (@tsghoffenheim) April 26, 2025
Unsere U23 ist Meister der Regionalliga Südwest ????
Herzlichen Glückwunsch zu dieser großen Saison!
Athugasemdir