Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 21:00
Brynjar Ingi Erluson
„Marquinhos er besti leikmaður PSG"
Marquinhos
Marquinhos
Mynd: Getty Images
Paulo Cesar, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og brasilíska landsliðsins, segir að Marquinhos sé besti leikmaður franska liðsins og að hlutverk hans sé afar vanmetið.

Cesar spilaði með PSG frá 2002 til 2007 en auk þess lék hann þrjá landsleiki fyrir A-landslið Brasilíu.

PSG er stjörnum prýtt með leikmenn á borð við Kylian Mbappe, Neymar, Angel Di Maria, Marco Verratti og Mauro Icardi en Cesar telur þó að Marquinhos sé mikilvægari.

„Marquinhos er frábær leikmaður. Í augnablikinu er hann besti leikmaður PSG," sagði Cesar á Instagram.

„Hann þarf að eigna sér stöðuna í landsliðinu, þannig koma fleiri til með að þekkja hann og læra að meta hans framlag. Hann er ekki bara góður á vellinum heldur vita allir hvernig hugarfarið hans er. Hann er týpan sem sem talar mikið á velli og það er frábært. Hann fær alla mína virðingu," sagði hann ennfremur.

Marquinhos hóf ferilinn hjá Corinthians en var seldur til Roma árið 2012. Hann lék eitt tímabil með liðinu áður en PSG keypti hann fyrir 32 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner