Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   fös 26. maí 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Geggjuð upplifun að spila fyrsta byrjunarliðsleikinn fyrir uppeldisfélagið
Lengjudeildin
watermark Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍA í deildarleik á ferlinum. Daniel er sextán ára unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili og var leikurinn í kvöld fimmti leikurinn ef með eru taldir tveir bikarleikir.

Fótbolti.net ræddi við kappann eftir sigurinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Mér fannst þetta geggjuð upplifun, auðvitað fyrsti byrjunarliðsleikurinn fyrir uppeldisfélagið mitt. Þetta er auðvitað stórt augnablik. Sigurinn gerir þetta bara ennþá betra, þvílíkt sætur sigur, draumur."

„Það er alveg rok upp á Skaga, en þetta var bara geggjað. Ég viðurkenni að þetta var alveg erfitt en þetta var alveg þess virði, unnum leikinn. Mér fannst við gera okkar vel, við hefðum viljað halda boltanum aðeins meira. Ég spilaði úti á kanti, auðvitað vanur að spila á miðjunni en spila bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."


Í ÍA liðinu eru reynsluboltar og þar á meðal er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Smárason. Hvernig er að koma inn í þetta ÍA lið?

„Það er hægt að læra mikið af þessum gaurum, ég lít upp til þeirra, hef séð þá spila síðan ég var lítill polli."

Jón Þór Hauksson, þjálfari Daniels, hrósaði honum mikið fyrir spilamennskuna í vetur.

„Ég fékk fullt af tækifærum og mér fannst ég nýta þau tækifæri mjög vel. Gaman að fá traustið frá þjálfaranum." Að spila með ÍA var ekki það eina sem Daniel gerði í vetur því hann fór einnig á reynslu til FC Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hann tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði að næsta skref á hans ferli yrði að spila með Nordsjælland og fer hann til Danmerkur í sumar.

„Ég fór í mars og ég var mjög ánægður hvernig þeir tóku á móti mér og sýndu mér hvernig klúbburinn væri. Mér leist bara helvíti vel á þetta."

En hvað hefur Nordsjælland fram yfir FCK?

„Það er erfitt að segja. Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig."

„Nei, ég tók bara þessa ákvörðun sjálfur,"
sagði Daniel aðspurður hvort einhver einn frekar en annar hefði hjálpað honum með þessa ákvörðun. „Ég fer í U19 liðið til að byrja með og svo vonandi sem fyrst upp í aðalliðið," sagði Daniel.

Í viðtalinu var hann nánar spurður út í Nordsjælland, bróður sinn Ísak Bergmann og líkindi við föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner