Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 26. maí 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Geggjuð upplifun að spila fyrsta byrjunarliðsleikinn fyrir uppeldisfélagið
Lengjudeildin
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍA í deildarleik á ferlinum. Daniel er sextán ára unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili og var leikurinn í kvöld fimmti leikurinn ef með eru taldir tveir bikarleikir.

Fótbolti.net ræddi við kappann eftir sigurinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Mér fannst þetta geggjuð upplifun, auðvitað fyrsti byrjunarliðsleikurinn fyrir uppeldisfélagið mitt. Þetta er auðvitað stórt augnablik. Sigurinn gerir þetta bara ennþá betra, þvílíkt sætur sigur, draumur."

„Það er alveg rok upp á Skaga, en þetta var bara geggjað. Ég viðurkenni að þetta var alveg erfitt en þetta var alveg þess virði, unnum leikinn. Mér fannst við gera okkar vel, við hefðum viljað halda boltanum aðeins meira. Ég spilaði úti á kanti, auðvitað vanur að spila á miðjunni en spila bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."


Í ÍA liðinu eru reynsluboltar og þar á meðal er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Smárason. Hvernig er að koma inn í þetta ÍA lið?

„Það er hægt að læra mikið af þessum gaurum, ég lít upp til þeirra, hef séð þá spila síðan ég var lítill polli."

Jón Þór Hauksson, þjálfari Daniels, hrósaði honum mikið fyrir spilamennskuna í vetur.

„Ég fékk fullt af tækifærum og mér fannst ég nýta þau tækifæri mjög vel. Gaman að fá traustið frá þjálfaranum." Að spila með ÍA var ekki það eina sem Daniel gerði í vetur því hann fór einnig á reynslu til FC Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hann tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði að næsta skref á hans ferli yrði að spila með Nordsjælland og fer hann til Danmerkur í sumar.

„Ég fór í mars og ég var mjög ánægður hvernig þeir tóku á móti mér og sýndu mér hvernig klúbburinn væri. Mér leist bara helvíti vel á þetta."

En hvað hefur Nordsjælland fram yfir FCK?

„Það er erfitt að segja. Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig."

„Nei, ég tók bara þessa ákvörðun sjálfur,"
sagði Daniel aðspurður hvort einhver einn frekar en annar hefði hjálpað honum með þessa ákvörðun. „Ég fer í U19 liðið til að byrja með og svo vonandi sem fyrst upp í aðalliðið," sagði Daniel.

Í viðtalinu var hann nánar spurður út í Nordsjælland, bróður sinn Ísak Bergmann og líkindi við föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner