Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Haraldur Hróðmarsson: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Ægir: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
   fös 26. maí 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Geggjuð upplifun að spila fyrsta byrjunarliðsleikinn fyrir uppeldisfélagið
Lengjudeildin
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍA í deildarleik á ferlinum. Daniel er sextán ára unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili og var leikurinn í kvöld fimmti leikurinn ef með eru taldir tveir bikarleikir.

Fótbolti.net ræddi við kappann eftir sigurinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Mér fannst þetta geggjuð upplifun, auðvitað fyrsti byrjunarliðsleikurinn fyrir uppeldisfélagið mitt. Þetta er auðvitað stórt augnablik. Sigurinn gerir þetta bara ennþá betra, þvílíkt sætur sigur, draumur."

„Það er alveg rok upp á Skaga, en þetta var bara geggjað. Ég viðurkenni að þetta var alveg erfitt en þetta var alveg þess virði, unnum leikinn. Mér fannst við gera okkar vel, við hefðum viljað halda boltanum aðeins meira. Ég spilaði úti á kanti, auðvitað vanur að spila á miðjunni en spila bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."


Í ÍA liðinu eru reynsluboltar og þar á meðal er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Smárason. Hvernig er að koma inn í þetta ÍA lið?

„Það er hægt að læra mikið af þessum gaurum, ég lít upp til þeirra, hef séð þá spila síðan ég var lítill polli."

Jón Þór Hauksson, þjálfari Daniels, hrósaði honum mikið fyrir spilamennskuna í vetur.

„Ég fékk fullt af tækifærum og mér fannst ég nýta þau tækifæri mjög vel. Gaman að fá traustið frá þjálfaranum." Að spila með ÍA var ekki það eina sem Daniel gerði í vetur því hann fór einnig á reynslu til FC Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hann tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði að næsta skref á hans ferli yrði að spila með Nordsjælland og fer hann til Danmerkur í sumar.

„Ég fór í mars og ég var mjög ánægður hvernig þeir tóku á móti mér og sýndu mér hvernig klúbburinn væri. Mér leist bara helvíti vel á þetta."

En hvað hefur Nordsjælland fram yfir FCK?

„Það er erfitt að segja. Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig."

„Nei, ég tók bara þessa ákvörðun sjálfur,"
sagði Daniel aðspurður hvort einhver einn frekar en annar hefði hjálpað honum með þessa ákvörðun. „Ég fer í U19 liðið til að byrja með og svo vonandi sem fyrst upp í aðalliðið," sagði Daniel.

Í viðtalinu var hann nánar spurður út í Nordsjælland, bróður sinn Ísak Bergmann og líkindi við föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner