Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. maí 2024 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Aron Snær bjargaði Njarðvíkingum gegn ÍBV
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 0 - 0 ÍBV

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík tók á móti ÍBV í eina leik dagsins í Lengjudeild karla og fengu Eyjamenn fyrstu færi leiksins, en Aron Snær Friðriksson varði meistaralega frá Sverri Páli Hjaltested.

Eyjamenn voru sterkari í fyrri hluta fyrri hálfleiks en Njarðvíkingar uxu inn í leikinn og komust nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiks.

Það var mikið um færi á lokamínútunum fyrir leikhléð en Aron Snær og Hjörvar Daði Arnarsson áttu frábæra leiki á milli stanganna og vörðu allt sem barst til þeirra.

Síðari hálfleikurinn var aðeins bragðdaufari heldur en sá fyrri þar sem ÍBV fékk bestu færin en heimamenn voru einnig skeinuhættir.

Undir lok leiks juku Eyjamenn sóknarþungan og komust nálægt því að skora, en inn vildi boltinn ekki. Víðir Þorvarðarson var afar líflegur og átti skot í stöng. Guðjón Ernir Hrafnkelsson og Arnar Breki Gunnarsson fengu einnig frábær færi en tókst ekki að skora.

Njarðvíkingar voru í raun stálheppnir að fá ekki mark á sig og hafa varpað öndinni léttar eftir lokaflautið. Aron átti stórleik í marki heimamanna og geta liðsfélagarnir þakkað honum fyrir stigið.

Njarðvík er áfram á toppi Lengjudeildarinnar þar sem liðið deilir toppsætinu með Fjölni. Bæði lið eiga 10 stig eftir fjórar umferðir.

ÍBV situr eftir með fimm stig eftir slaka byrjun á sumrinu þrátt fyrir háleit markmið.
Athugasemdir
banner
banner
banner