Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
   mið 26. júní 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Gaui Baldvins frá í 4-6 vikur
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla. Þetta staðfesti hann við Fótbolta.net nú í morgun.

Þetta er gríðarlegt áfall bæði fyrir Guðjón og Stjörnuna því Gaui er ekki eini leikmaður Stjörnunnar sem hefur meiðst að undanförnu. Þórarinn Ingi Valdimarsson var fluttur með sjúkrabíl eftir að hann meiddist í leik Stjörnunnar gegn Fylki á sunnudaginn.

Enn er ekki komið í ljós hversu lengi Þórarinn Ingi verður frá.

Guðjón fór af velli snemma leiks í 2-2 jafntefli liðsins gegn FH í 8. umferðinni þegar liðin mættust 14. júní. Hann hefur ekkert leikið með liðinu í síðustu tveimur leikjum og nú er ljóst að Guðjón verður frá keppni áfram. Sóknarmaðurinn, er með tvær sprungur í tveimur beinum við ökklann.

Hann hafði skorað tvö mörk í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 15 stig.

Auk þess að missa af næstu deildarleikjum Stjörnunnar þá missir Guðjón af Evrópuleikjum Stjörnunnar gegn eistneska liðinu, Levadia Tallinn. Þeir leikir fara fram 11. og 18. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner