Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2022 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Ægir sló Fylki út - FH skoraði sex
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ægir er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir óvæntan sigur á heimavelli gegn Fylki sem er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar.


Staðan var markalaus eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu mikið af færum og komust nálægt því að skora. 

Seinni hálfleikurinn var áfram skemmtilegur og jafn þar sem bæði lið fengu góð færi og ótrúlegt að boltinn hafi ekki endað í netinu í venjulegum leiktíma. Frábærar markvörslur og nokkur klúður á dauðafærum ollu því.

Það var í uppbótartíma sem eina mark leiksins var skorað og var þar Ágúst Karel Magnússon á ferðinni með gott skot rétt utan vítateigs. 

Dýrmætt sigurmark sem Ágúst Karel skoraði fyrir Ægismenn eftir að Cristofer Moises Rolin hafði nokkrum sinnum komist nálægt því.

Sjáðu textalýsinguna

Ægir 1 - 0 Fylkir
1-0 Ágúst Karel Magnússon ('93)

FH er einnig komið áfram í næstu umferð eftir þægilegan sigur gegn 2. deildarliði ÍR. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu af krafti en þó var staðan orðin 2-0 fyrir FH eftir stundarfjórðung.

Björn Daníel Sverrisson skoraði fyrsta mark leiksins og virtist Már Viðarsson jafna fyrir ÍR en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Skömmu síðar tvöfaldaði Guðmundur Kristjánsson forystu Hafnfirðinga sem héldu forystunni til leikhlés þrátt fyrir góða frammistöðu ÍR-inga.

Björn Daníel og Baldur Logi Guðlaugsson gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í viðbót í upphafi síðari hálfleiks og staðan þá orðin 4-0 fyrir FH.

Steven Lennon gerði fimmta mark FH áður en Már minnkaði muninn fyrir gestina. Máni Austmann Hilmarsson gerði sjötta mark FH og niðurstaðan þægilegur sigur þrátt fyrir góða frammistöðu ÍR í fyrri hálfleik.

FH 6 - 1 ÍR
1-0 Björn Daníel Sverrisson ('6)
2-0 Guðmundur Kristjánsson ('16)
3-0 Björn Daníel Sverrisson ('48)
4-0 Baldur Logi Guðlaugsson ('49)
5-0 Steven Lennon ('69)
5-1 Már Viðarsson ('78, víti)
6-1 Máni Austmann Hilmarsson ('90)

Sjáðu textalýsinguna


Athugasemdir
banner
banner
banner