ÍBV hefur fengið Óskar Dag Jónasson til félagsins á láni frá Fjölni en þetta þykja heldur óvænt skipti.
Óskar, sem er fæddur árið 2005, var lánaður í Vængi Júpíters í 3. deildinni fyrir þetta tímabil og spilaði hann þar tvo leiki og skoraði eitt mark.
Hann var síðan kallaður til baka til félagsins í gær og í dag gekk hann til liðs við ÍBV á láni út tímabilið.
Óskar þykir gríðarlegt efni en hann æfði með sænska félaginu IFK Gautaborg á síðasta ári og stóð sig vel.
Eyjamenn hafa því sótt tvo leikmenn í dag en Jón Kristinn Elíasson kom til félagsins frá KFS á meðan Halldór Páll Geirsson fór í hina áttina.
ÍBV er í 10. sæti deildarinnar með 11 stig en liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni.
Athugasemdir