Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Drita: Kristófer Ingi utan hóps
Ísak Snær kemur aftur inn.
Ísak Snær kemur aftur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi er ekki í hóp á heimasíðu UEFA en er samt á bekknum
Kristófer Ingi er ekki í hóp á heimasíðu UEFA en er samt á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Um fyrri leik liðanna er að ræða og fer leikurinn í kvöld fram á Kópavogsvelli.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KR um liðna helgi.

Inn koma þeir Oliver Sigurjónsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Ísak var ekki í hópnum gegn KR. Vitað var að Alexaner Helgi Sigurðarson yrði ekki klár í leikinn í dag en það kemur á óvart að Kristófer Ingi Kristinson, sem byrjaði gegn KR, er ekki í hópnum. Benjamin Stokke sem skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn KR er á bekknum.

Meira um fjarveru Kristófers má lesa í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Drita

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner
banner