„Við vorum að landa þessu og strákarnir lögðu hart að sér einum færri," sagði svekktur Rúnar Páll Sigmundsson eftir 1-1 jafntefli við KA í Pepsi Max-deildinni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 KA
KA jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartímanum, en Stjarnan var einum færri frá 39. mínútu. Halldór Orri Björnsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.
„Mér fannst við gera þetta feykilega vel einum færri, við vorum alltaf hættulegir og þeir sköpuðu ekki mikið KA-menn."
Um vítaspyrnuna undir lok leiksins sagði Rúnar:
„Þetta var bara leikaraskapur, hann féll grimmilega í gryfjuna aðstoðardómarinn og Erlendur. Það er hrikalega dapurt að tapa stigum svona."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir