Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 26. ágúst 2025 21:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkar versti leikur og við höfum varla átt svona off-frammistöðu í allt sumar, sem sést í skori leiksins. Kannski eðilegt enda gáfum við allt í leikinn á föstudaginn," segir Davíð Smári Lamude eftir 4-1 tap sinna manna í Vestra gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Vestri

Vestri lenti snemma 2-0 undir í leiknum og ljóst var frá upphafi leiks hvert stigin þrjú myndu fara.

„Víkingur átti samt heldur ekki sinn besta leik. Öll mörkin sem þeir skora eru gjafir af okkar hálfu. Við vorum seinir að stíga upp og gáfum þeim alltof mikið pláss. Þeir fundu hálfsvæðin okkar eins oft og þeir vildu,"

Vestri gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og var því alveg ljóst að Davíð var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna.

„Okkur vantaði orku inn í leikinn. Færslunar voru hægar og við stigum hægt upp. Við vorum lengi að koma okkur aftur í stöðu þegar við töpuðum boltanum og við þurftum að finna einshversstaðar orku. Við áttum frábæra innkomu frá Birki Eydal sem hefur verið meiddur í allt sumar og það er það jákvæðasta sem við tökum út úr þessum leik.

Birkir Eydal, 25 ára Vestfirðingur, skoraði mark Vestra en þetta var hans fyrsti leikur í efstu deild.

„Hann er bara gríðarlega vinnusamur og ofboðslega góð manneskja og getur alveg klárlega hjálpað þessu Vestraliði. Hann skoraði glæsilegt mark og stóð sig vel í leik sem hann meiddist í á undirbúninstímabilinu. Arnór Borg er líka að koma til baka þannig það eru jákvæðir hlutir í þessu."

Vestri fær KR í heimsókn í næsta leik. Fyrsti leikur Vestra á Ísafirði sem bikarmeistarar.

„Við tökum þennan leik í dag og hendum honum í ruslið. Auðvitað verðum við að bera virðingu fyrir því sem við höfum gert á þessum tímabili. Við höfum staðið okkur gríðarlega vel og heimavöllurinn hefur verið sterkur. Við höfum sótt einn titil en þurfum að enda þetta með sæmd og ekki bjóða upp á aðra svona frammistöðu. Ég held það þurfi líka helvíti mikið til svo við fáum aðra svona frammistöðu frá Vestraliðinu.
Athugasemdir