Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 26. ágúst 2025 22:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega sáttur með þetta. Þetta var flottur leikur af okkar hálfu. Við tókum stjórnina snemma í leiknum og létum ekki af hendi, " segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Vestri

Víkingur leiddi snemma 2-0 eftir mörk Valdimars Þór Ingimundarsonar og Nikolaj Hansen.

„Alltaf gott að skora snemma. Stundum eiga lið til að slaka á og halda að þetta sé komið og þess vegna er mikilvægt að við héldum áfram að spila okkur leik, héldum tempóinu og létum boltann ganga. Við sættum okkur við að vera bara 2-0 yfir og héldum áfram að leita að þriðja markinu.

Valdimar Þór Ingimundarson átti góðan leik í dag og skoraði sitt fyrsta mark frá því í 2. umferð.

„Hann hefur sannarlega fengið tækifæri til þess að skora en stundum lenda menn í því að tómatsósan er stífluð en vonandi er hún búin að losna núna. Hann er duglegur að koma sér í færi og hann er hrikalega öflugur fyrir okkar lið.

Gunnar Vatnhamar og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla í leik dagsins.

„Það er stutt í þá. Það var ekki tekin áhætta með Gylfa í dag, það hefði verið hægt að láta hann spila en við erum með stóran og breiða hóp og menn eru tilbúnir að koma inn fyrir hvorn annan og ég sá því enga ástæðu til að taka áhættu með hann í þessum leik. Gunnar er byrjaður að æfa en það vantar aðeins uppá hjá honum."

Helgi Guðjónsson skoraði fjórða mark Víkinga en hann hefur verið orðaður við félagsskipti til Noregs.

„Ég veit ekkert um það. Mér finnst skiljanlegt að hann sé orðaður út. Hann er frábær leikmaður og þvílíkur vinnuhestur. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar og það hefur kemur mér ekki á óvart að hann sé orðaður við önnur lið."
Athugasemdir
banner