Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 26. september 2020 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Keflavík geta ekki klúðrað þessu
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hirtu öll stigin þrjú er þeir fengu Magna í heimsókn á Grindavíkurvöll í dag. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður, talsverðan vind og mikla bleytu á vellinum. Grindvíkingar leiddu 3-0 í hálfleik eftir að hafa leikið undan sterkum vindinum sem reyndist nægja til sigurs þótt Magni hafi minnkað munin í 3-1 þegar yfir lauk eftir sjálfsmark Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Þetta var sanngjarnt. Við bara kláruðum þetta í fyrri hálfleik 3-0 og gerðum það bara mjög vel. Svo var bara að vera skynsamur í seinni hálfleik.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur um sitt mat á leiknum.

Grindavík lék án nokkura lykilmanna sem voru frá í dag ýmist vegna meiðsla eða leikbanna. Var Bjössi sáttur við þá menn sem komu inn?

„Mér fannst leikmenn standa sig vel. Það var hungur í mönnum og menn voru sprækir. Menn stóðu sína plikt mjög vel í dag og við erum ánægðir með þá sem spiluðu þennan leik.“

Varnarjaxlinn Josip Zeba lék ekki með Grindavík í dag vegna meiðsla en hann lék með Grindavík gegn Fram á dögunum þrátt fyrir meiðslin en hann ku vera með 4 brákuð eða brotin bein í fæti. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Zeba spili meira á tímabilinu en í samtali við fréttaritara fyrir leikinn í dag sagðist hann vera klár í að spila ef Bjössi biði hann um það.

„Við ákváðum að nota hann ekki í dag. Zeba er náttúrlega karakter og mikill jaxl þannig að það þarf mikið til að brjóta hann niður. Hann vill alltaf spila og þyrfti að vera á annar löppinni til að mögulega gefa leik frá sér.“

Grindavík er ennþá í tölfræðilegum möguleika að komast upp í Pepsi Max að ári þótt möguleikin sá sé ansi smár. Hver eru markmið Bjössa og Grindavíkur út móti?

„Það er alveg ljóst mál að Keflavík er komið upp. Það er pottþétt, þeir geta ekki klúðrað þessu það er alveg á hreinu. Svo er bara spurning hvort Leiknir eða Fram fylgi þeim eftir. Þessi þrjú lið geta ekki klúðrað þessu það er bara ekki hægt. Þannig að við hugsum bara um næsta leik og erum að reyna viðhalda því sem við erum búnir að vera að gera. Við erum að fara mæta mjög skipulögðu og öflugu liði Ólafsvíkur hérna á heimavelli á þriðjudaginn og það verður gríðarlega erfitt.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner