Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 26. september 2020 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Keflavík geta ekki klúðrað þessu
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hirtu öll stigin þrjú er þeir fengu Magna í heimsókn á Grindavíkurvöll í dag. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður, talsverðan vind og mikla bleytu á vellinum. Grindvíkingar leiddu 3-0 í hálfleik eftir að hafa leikið undan sterkum vindinum sem reyndist nægja til sigurs þótt Magni hafi minnkað munin í 3-1 þegar yfir lauk eftir sjálfsmark Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Þetta var sanngjarnt. Við bara kláruðum þetta í fyrri hálfleik 3-0 og gerðum það bara mjög vel. Svo var bara að vera skynsamur í seinni hálfleik.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur um sitt mat á leiknum.

Grindavík lék án nokkura lykilmanna sem voru frá í dag ýmist vegna meiðsla eða leikbanna. Var Bjössi sáttur við þá menn sem komu inn?

„Mér fannst leikmenn standa sig vel. Það var hungur í mönnum og menn voru sprækir. Menn stóðu sína plikt mjög vel í dag og við erum ánægðir með þá sem spiluðu þennan leik.“

Varnarjaxlinn Josip Zeba lék ekki með Grindavík í dag vegna meiðsla en hann lék með Grindavík gegn Fram á dögunum þrátt fyrir meiðslin en hann ku vera með 4 brákuð eða brotin bein í fæti. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Zeba spili meira á tímabilinu en í samtali við fréttaritara fyrir leikinn í dag sagðist hann vera klár í að spila ef Bjössi biði hann um það.

„Við ákváðum að nota hann ekki í dag. Zeba er náttúrlega karakter og mikill jaxl þannig að það þarf mikið til að brjóta hann niður. Hann vill alltaf spila og þyrfti að vera á annar löppinni til að mögulega gefa leik frá sér.“

Grindavík er ennþá í tölfræðilegum möguleika að komast upp í Pepsi Max að ári þótt möguleikin sá sé ansi smár. Hver eru markmið Bjössa og Grindavíkur út móti?

„Það er alveg ljóst mál að Keflavík er komið upp. Það er pottþétt, þeir geta ekki klúðrað þessu það er alveg á hreinu. Svo er bara spurning hvort Leiknir eða Fram fylgi þeim eftir. Þessi þrjú lið geta ekki klúðrað þessu það er bara ekki hægt. Þannig að við hugsum bara um næsta leik og erum að reyna viðhalda því sem við erum búnir að vera að gera. Við erum að fara mæta mjög skipulögðu og öflugu liði Ólafsvíkur hérna á heimavelli á þriðjudaginn og það verður gríðarlega erfitt.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir