Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Góðar líkur á því að Leao framlengi við Milan
Rafael Leao
Rafael Leao
Mynd: EPA
Paolo Maldini, yfirmaður íþróttamála hjá Milan, segir góðar líkur á því að Rafael Leao framlengi samning sinn við félagið.

Leao hefur verið á mála hjá Milan frá 2019 en hann var þá keyptur frá franska félaginu Lille fyrir 35 milljónir evra.

Portúgalski sóknarmaðurinn var besti maður Milan á síðustu leiktíð er liðið vann deildina en hann skoraði 11 mörk og lagði upp önnur 10.

Öll stærstu félög Evrópu er sögð á eftir honum en það er útlit fyrir að hann verði áfram hjá Milan.

„Ég tel ansi góðar líkur á því að við munum ná samkomulagi við Rafa Leao um að gera nýjan samning til að halda honum áfram hjá félaginu. Leao veit það þetta er besta félagið fyrir hann svo hann geti haldið áfram að vaxa sem leikmaður," sagði Maldini við Gazzetta dello Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner