Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   þri 26. september 2023 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Glódís lét liðsfélaga sinn hjá Bayern heyra það - „Þetta á heima á Louvre-safninu“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, lét liðsfélaga sinn hjá þýska félaginu heyra það í leik Íslands og Þýskalands í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Undir lok hálfleiksins var flautað á brot sem var langt frá boltanum og ýtti Alexandra Popp við Selmu Sól Magnúsdóttur í kjölfarið og úr varð smá kítingur.

Ingibjörg Sigurðardóttir mætti á svæðið og ýtti Popp og fékk gult spjald fyrir.

Þá skapaðist spenna á milli Sydney Lohmann og Glódísar, sem endaði með smá stympingum, en það er gott að geta þess að þær spila saman hjá Bayern.

Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner