Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. október 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eitthvað sem hún vonandi nær að leysa á næstu mánuðum"
Icelandair
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru báðar í byrjunarliði Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM í kvöld. Karólína byrjaði líka leikinn þar á undan gegn Tékklandi og kom Svava inn á sem varamaður í þeim leik.

Þær tvær spiluðu mikið í þessu verkefni, þó þær séu ekki að spila mikið með félagsliðum sínum um þessar mundir.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í þetta á fréttamannafundi eftir leikinn. Hann var spurður að því hvort hann væri að hugsa um að góð frammistaða í dag gæti hugsanlega komið þeim nær því að spila með félagsliðum sínum.

„Nei, ég var ekkert að spá í það. Þetta snýst um okkur og okkar verkefni. Auðvitað gæti það hjálpað þeim að spila vel. En í sjálfu sér er maður ekkert að spá í það. Það er annar aðili sem ræður því," sagði Steini.

Svava greindi frá því síðasta sunnudag að þjálfari Bordeaux væri búinn að útiloka hana frá liðinu, svo má segja. Það væri engin ástæða fyrir því, en það væri hann búinn að ákveða.

„Við höfum rætt saman nokkrum sinnum um þetta, og farið yfir þessi mál. Það er voðalega lítið sem hún getur gert. Það er erfið staða þegar þú færð ekkert að spila og það skiptir engu máli hvað þú gerir. Það er eitthvað sem hún vonandi nær að leysa á næstu mánuðum. Hún er í hörkustandi og þarf bara að spila leiki með félagsliði sínu. Þá er hún á mjög góðum stað," sagði Þorsteinn.

Sjá einnig:
Staða Karólínu áhyggjuefni - „Ég er ekki að fara væla í þjálfaranum hennar"
Athugasemdir
banner
banner