Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. október 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri gaman að fá England í opnunarleik - „Ég er City aðdáandi"
Icelandair
Ísland er á meðal þáttökuþjóð á EM.
Ísland er á meðal þáttökuþjóð á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið tekur þátt á Evrópumótinu næsta sumar. Mótið fer fram í Englandi.

Englendingar eru stórhuga fyrir mótið og ætla að gera það að glæsilegasta kvennamóti sem haldið hefur verið. Mótið hefst 6. júlí 2022 og lýkur svo með úrslitaleik sem fram fer á Wembley þann 31. júlí.

Leikið verður í fjórum riðlum og er Ísland í fjórða styrkleikaflokki. Það verður dregið í riðla á fimmtudaginn.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi í kvöld hvort hann væri með einhvern draumariðil í huganum.

„Ég er rosalega lítið búinn að skoða þetta. Ég er ekki búinn að pæla rosalega mikið í þessu. Við vorum aðeins að ræða þetta í gær en annars höfum við ekki mikið verið að ræða þetta, við þjálfararnir. Við vorum að einbeita okkur að þessu verkefni."

Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður liðsins, var einnig á fundinum. Hún var spurð hvort hún væri með einhvern draumariðil.

„Ég væri til í að spila við England í opnunarleiknum. Svo væri Þýskaland líka flott," sagði Alexandra, sem spilar með Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni.

„Reyndar, það var rætt í gær að við vildum fá England í opnunarleik. Það var einhverjum sem langaði að spila á Old Trafford, en ég er City er aðdáandi og það skiptir ekki miklu máli fyrir mig," sagði Steini léttur.

Sjá einnig:
EM á Englandi bíður stelpnanna okkar - Á hvaða völlum spilar Ísland?
Athugasemdir
banner
banner