Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. nóvember 2019 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það staðfest að Messi vinni Ballon d'Or
Mun Messi vinna Gullboltann í sjötta sinn?
Mun Messi vinna Gullboltann í sjötta sinn?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt spænska fjölmiðlamanninum Francesc Aguilar þá er það staðfest að Lionel Messi, leikmaður Barcelona, muni vinna Ballon d'Or í sjötta sinn í næstu viku.

Það verður tilkynnt um verðlaunin mánudaginn 2. desember.

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta leikmanni heims ár hvert. Það er France Football sem sér um verðlaunin. Franska tímaritið velur 30 manna lista, en það eru 176 blaðamenn um allan heim sem sjá svo um að velja þann besta.

Messi og Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, þykja líklegastir, en samkvæmt Aguilar þá mun Messi vinna verðlaunin.

Aguilar segir að stærsta vandamálið núna fyrir verðlaunahaldara sé að fá Cristiano Ronaldo á hátíðina. Hann veit að hann mun ekki vinna, en hann ku vera ósáttur við það að hann gæti lent í þriðja sæti á eftir Van Dijk.

Ef Messi vinnur verðlaunin þá mun hann taka fram úr Ronaldo yfir flesta Ballon d'Or; sex gegn fimm hjá Ronaldo.

Á síðasta tímabili vann Messi, sem er 32 ára, spænsku úrvalsdeildina með Barcelona og var hann bæði markahæstur (36) og stoðsendingahæstur (13) í deildinni. Hann var einnig markahæstur í Meistaradeildinni með 12 mörk í tíu leikjum.

Van Dijk, sem er 28 ára, fór fyrir liði Liverpool sem vann Meistaradeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner