Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. janúar 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enska knattspyrnusambandið: Öll lið vissu af þessari dagsetningu
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið fullyrðir að það hafi látið öll úrvalsdeildarfélög vita, þegar vetrarfríið í febrúar var skipulagt, að endurteknir leikir í 4. umferð bikarkeppninnar myndu fara fram á þeim tímapunkti.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að fara með aðalliðshóp sinn í frí og mun því Neil Critchley stýra Liverpool í leiknum gegn Shrewsbury á Anfield.

Leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefi á heimavelli Shrewsbury í gær og þurfa liðin að mætast á ný.

Andy Holt, eigandi Accrington Stanley, sagðist í dag vilja að enska knattspyrnusambandið bregðist við þeim áætlunum Liverpool að senda varalið til keppni í endurteknum leik gegn Shrewsbury.
Athugasemdir
banner
banner
banner