Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 27. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sáttur að Juve hafi tapað fyrir Napoli frekar en öðru liði
Margfaldir Ítalíumeistarar Juventus töpuðu fyrir Napoli í Serie A í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2-1.

Juve átti slakan leik og var Maurizio Sarri, sem gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Napoli, ekki ánægður með frammistöðu sinna manna. Hann sagðist þó vera ánægður með að Juve hafi tapað fyrir Napoli frekar en einhverju öðru liði.

„Við áttum lélegan leik og settum Napoli í stöðu þar sem þeir þurftu að gera lítið til að sigra okkur. Við vorum seinir í hvern einasta bolta og það gekk ekkert upp hjá okkur," sagði Sarri að leikslokum.

„Ég er ánægður fyrir hönd strákanna í Napoli. Ef við áttum að tapa þá er ég ánægður að það hafi verið gegn Napoli frekar en öðru liði. Vonandi hjálpar þetta félaginu úr þeirri erfiðu stöðu sem það er komið í. Auðvitað hefði ég samt frekar kosið að vinna þennan leik og sjá Napoli vinna næsta leik í staðinn."

Sarri er hataður af stórum hluta stuðningsmanna Napoli. Þeir líta á hann sem svikara fyrir að hafa tekið við helstu óvinum Napoli í ítalska boltanum. Söngvar stuðningsmanna gegn honum og Gonzalo Higuain, sem skipti úr Napoli í Juve á sínum tíma, heyrðust vel í gær.

Juventus er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner