Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Derby fær mánuð til að sýna fram á að félagið geti klárað tímabilið
Frá Pride Park, heimavelli Derby.
Frá Pride Park, heimavelli Derby.
Mynd: Getty Images
Derby County hefur fengið mánuð til að sýna fram á hvernig félagið á að geta fjármagnað það sem eftir er af tímabilinu. Derby vonast til þess að fá inn nýja eigendur og hefur tíma þar til í byrjun mars.

Derby hefur verið í greiðslustöðvun síðan í september og alls er búið að draga 21 stig af liðinu. Það er í fallsæti í Championship-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti.

Mikil fjárhagsvandræði eru í gangi hjá félaginu og þá eru Middlesbrough og Wycombe í málaferlum og sækjast eftir skaðabótagreiðslum.

Derby hélt Middlesbrough út úr umspili Championship-deildarinnar 2019 og hélt sér uppi á kostnað Wycombe á síðasta tímabili eftir að hafa brotið reglur deildarinnar.

Wayne Rooney er stjóri Derby.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner