Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 27. janúar 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Lampard í frekari viðræður við Everton
Everton mun fara í frekari viðræður við Frank Lampard sem er nú líklegastur til að taka við sem stjóri félagsins af Rafa Benítez sem var rekinn.

Lampard hefur þegar fundað með æðstu mönnum á Goodison Park og þeim viðræðum verður framhaldið í dag. Ef vel gengur mun Lampard koma sér í lykilstöðu til að taka við liðinu.

Samkvæmt heimildum Daily Mail vill Everton ráða stjóra fyrir helgi. Meðal annars vegna þess að gluggadagurinn er á mánudaginn.

Vitor Pereira var líklegastur til að taka við Everton og mætti til Englands í vikunni. En óánægja meðal stuðningsmanna félagsins hafa minnkað vonir Pereira.

Portúgalinn er sagður sár yfir viðbrögðunum og telur að fólk sé að dæma hann án þess að þekkja hann neitt. Í viðtali við Sky Sports í morgun sagðist hann enn koma til greina í starfið.

„Ég tel að gagnrýninni sé ekki beint að mér. Þeir þekkja mig ekki mjög vel, þeir þekkja ekki starf mitt eða persónuleika. Þeir hafa ekki kynnt sér ferilskrá mína," segir Pereira. „Ég hef unnið í mörgum löndum, hjá mörgum félögum, unnið titla. Þú getur ekki dæmt fyrirfram."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner