fim 27. febrúar 2020 11:01
Elvar Geir Magnússon
Beckham ánægður með Solskjær
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
David Beckham hrósar sínum fyrrum liðsfélaga hjá Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, fyrir það sem hann er að gera sem stjóri.

Þetta hefur verið sveiflukennt tímabil hjá United undir stjórn Solskjær en liðið er í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Það hafa komið góðar stundir þar sem United hefur unnið Manchester City, Leicester, Tottenham og Chelsea en liðið er þremur stigum frá topp fjórum.

„Ég tel að hann sé að vinna mjög gott starf. Mér finnst hann hafa stigið upp. Hann heldur áfram að vera jákvæður í garð leikmanna og það lærði hann frá Sir Alex Ferguson,"

„Hann er enn að læra en hann verndar sína leikmenn og verndar Manchester United. Stuðningsmenn standa með honum því hann er frábær einstaklingur og hefur gert frábæra hluti fyrir Manchester United í gegnum árin."

United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan Sir Alex Ferguson fór sumarið 2013.

„Er erfitt að horfa á liðið núna? Nei alls ekki. Ég er alvöru stuðningsmaður Manchester United sama hver staðan er. Ég elska að horfa á liðið spilar. En vonandi fer bikurunum að fjölga aftur því þetta er eitt stærsta félag í heimi og ekki mörg félög eru með svona sögu," segir Beckham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner