Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Njarðvíkingar réðu ekki við Íslandsmeistarana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Njarðvík 2 - 3 Breiðablik
0-1 Davíð Ingvarsson ('30 )
1-1 Dominik Radic ('35 )
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('52 )
1-3 Kristinn Steindórsson ('57 )
2-3 Dominik Radic ('71 , Mark úr víti)

Njarðvík tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í seinni leik kvöldsins í A-deild Lengjubikars karla.

Davíð Ingvarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu en Dominik Radic jafnaði fyrir Njarðvíkinga skömmu síðar og var staðan 1-1 í leikhlé.

Höskuldur Gunnlaugsson og Kristinn Steindórsson juku forystuna enn frekar í upphafi síðari hálfleiks og enduðu mörk þeirra á að ráða úrslitum í einvíginu.

Dominik minnkaði muninn fyrir Njarðvíkinga með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 2-3 fyrir Blika.

Biikar eru í toppsæti riðilsins eftir þennan sigur, með 10 stig eftir 5 umferðir. Fylkir er eina liðið sem getur tekið toppsætið af Blikum, Árbæingar þurfa að sigra báða leikina sem eru eftir til að afreka það.

Þeir eiga eftir að spila gegn Völsungi á Húsavík og við Njarðvík á heimavelli.

Njarðvík er með þrjú stig eftir þrjár umferðir og getur í besta falli náð öðru sæti riðilsins með því að sigra leikina tvo sem eftir eru.

Njarðvík Bartosz Matoga (m), Marcello Deverlan Vicente, Sigurjón Már Markússon, Arnleifur Hjörleifsson (88'), Valdimar Jóhannsson, Freysteinn Ingi Guðnason (77'), Dominik Radic (77'), Amin Cosic, Svavar Örn Þórðarson, Tómas Bjarki Jónsson
Varamenn Björn Aron Björnsson (88'), Erlendur Guðnason (88'), Oumar Diouck (77'), Ýmir Hjálmsson, Símon Logi Thasaphong (77'), Adolf Þór Haraldsson, Andrés Már Kjartansson (m)

Breiðablik Anton Ari Einarsson (m), Anton Logi Lúðvíksson (81'), Valgeir Valgeirsson (71'), Viktor Karl Einarsson (46'), Óli Valur Ómarsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Davíð Ingvarsson (40'), Viktor Örn Margeirsson, Gabríel Snær Hallsson (57'), Arnór Gauti Jónsson (71')
Varamenn Daniel Obbekjær (71), Kristinn Steindórsson (46), Dagur Örn Fjeldsted (40), Ásgeir Helgi Orrason (71), Tumi Fannar Gunnarsson (81), Andri Rafn Yeoman (57), Brynjar Atli Bragason (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner