
Varnarjaxlinn María Þórisdóttir mun ekki spila á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar sökum meiðsla.
María meiddist á fæti á dögunum og er það ljóst að hún kemur ekkert meira við sögu á tímabilinu.
„Hjarta mitt er brotið þar sem niðurstaðan er sú að ég mun missa af HM í sumar. Ég hef oft fengið högg en ég hef alltaf staðið upp og komið sterkari til baka," segir María.
María er á mála hjá Manchester United en hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessu tímabili. United er að berjast um enska meistaratitilinn.
María á íslenskan föður. Faðir hennar er handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson sem hefur lengi þjálfað norska kvennalandsliðið með frábærum árangri. María er fædd í Noregi og kaus að spila frekar fyrir norska landsliðið en það íslenska.
Athugasemdir