Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Áfall fyrir Forest í aðdraganda bikarleiksins
Chris Wood.
Chris Wood.
Mynd: EPA
Á laugardag klukkan 17:15 mætast Brighton og Nottingham Forest í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.

Forest verður án sóknarmannsins Chris Wood sem meiddist í landsliðsverkefni með Nýja-Sjálandi.

„Hann fór í myndatöku í dag og við bíðum eftir niðurstöðun. Hann fór til sérfræðings og við sjáum hvað kemur út úr því," segir Nuno Espirito Santo.

„Hann verður ekki með gegn Brighton. Hann fékk þungt högg á mjöðm og finnur sársauka."

Wood, sem er 33 ára, hefur verið magnaður á þessu tímabili og skorað 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner