Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. apríl 2021 16:30
Enski boltinn
Hver tekur við Tottenham í sumar?
Erik Ten Hag
Erik Ten Hag
Mynd: Getty Images
Tottenham stuðningsmennirnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson voru gestir hlaðvarpsþáttarins „Enski boltinn" í dag.

Þar ræddu þeir stjórastöðuna hjá Tottenham. Jose Mourinho var rekinn á dögunum og Ryan Mason stýrir Tottenham núna tímabundið. Hver tekur við keflinu í sumar?

„Ég ætla að staðfesta að það verður þjálfari Ajax (Erik Ten Hag). Það eru rosaleg tengsl milli Ajax og Tottenham," sagði Hjálmar í þætti dagsins.

„Ég held að Ten Hag gæti verið flottur. Brendan (Rodgers) hefur ekkert að gera þarna. Hann er í betra giggi í augnablikinu. Með meiri peninga og ræður leikmannakaupum sínum," sagði Ingimar.

Fleiri nöfn á stjórum komu við sögu í þættinum. Þar á meðal var Rafael Benítez.

„Daniel Levy (formaður Tottenham) gæti fengið spænska þjóninn. Það væri ekta Levy. Ég vil ekki sjá það gerast," sagði Hjammi.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en hann er í boði Domino's.

Í þættinum var einnig rætt um leikmannamálin hjá Tottenham og hvað gerist í sumar á þeim vígstöðum.
Enski boltinn - Martraðarsumar framundan
Athugasemdir
banner
banner