Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 27. apríl 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 4-1 sigur liðsins á Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Blikar skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og gerði Natasha Moraa Anasi fjórða markið í byrjun þess síðari.

Eftir það leyfðu Blikar gestunum aðeins að færa sig ofar og var það partur af leikplaninu.

„Þetta var mjög öflug byrjun hjá okkur. Við töluðum um að keyra á þetta í fyrri hálfleik og fannst við gera það mjög vel. Við settum vel á þær og settum þrjú mörk í fyrri hálfleik en fannst mér stundum detta niður á lægra tempó en við ættum að vera á. Við fengum stundum of mikinn tíma og ákváðum að nýta hann allan þegar við hefðum getað gert hlutina hraðar," sagði Ásta Eir við Fótbolta.net.

Blikar vildu ekki taka of marga sénsa þegar hálftími var eftir eða svo og lögðust aðeins til baka.

„Ekkert bara að taka of mikla sénsa. Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar og leyfa þeim að koma og verjast því bara vel sem mér fannst við gera í seinni hálfleik og svo reyndum við að nýta þegar þær opnuðust. Ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner