Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 27. apríl 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 4-1 sigur liðsins á Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Blikar skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og gerði Natasha Moraa Anasi fjórða markið í byrjun þess síðari.

Eftir það leyfðu Blikar gestunum aðeins að færa sig ofar og var það partur af leikplaninu.

„Þetta var mjög öflug byrjun hjá okkur. Við töluðum um að keyra á þetta í fyrri hálfleik og fannst við gera það mjög vel. Við settum vel á þær og settum þrjú mörk í fyrri hálfleik en fannst mér stundum detta niður á lægra tempó en við ættum að vera á. Við fengum stundum of mikinn tíma og ákváðum að nýta hann allan þegar við hefðum getað gert hlutina hraðar," sagði Ásta Eir við Fótbolta.net.

Blikar vildu ekki taka of marga sénsa þegar hálftími var eftir eða svo og lögðust aðeins til baka.

„Ekkert bara að taka of mikla sénsa. Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar og leyfa þeim að koma og verjast því bara vel sem mér fannst við gera í seinni hálfleik og svo reyndum við að nýta þegar þær opnuðust. Ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner