Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 27. apríl 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 4-1 sigur liðsins á Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Blikar skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og gerði Natasha Moraa Anasi fjórða markið í byrjun þess síðari.

Eftir það leyfðu Blikar gestunum aðeins að færa sig ofar og var það partur af leikplaninu.

„Þetta var mjög öflug byrjun hjá okkur. Við töluðum um að keyra á þetta í fyrri hálfleik og fannst við gera það mjög vel. Við settum vel á þær og settum þrjú mörk í fyrri hálfleik en fannst mér stundum detta niður á lægra tempó en við ættum að vera á. Við fengum stundum of mikinn tíma og ákváðum að nýta hann allan þegar við hefðum getað gert hlutina hraðar," sagði Ásta Eir við Fótbolta.net.

Blikar vildu ekki taka of marga sénsa þegar hálftími var eftir eða svo og lögðust aðeins til baka.

„Ekkert bara að taka of mikla sénsa. Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar og leyfa þeim að koma og verjast því bara vel sem mér fannst við gera í seinni hálfleik og svo reyndum við að nýta þegar þær opnuðust. Ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner