Nott. Forest 0 - 2 Manchester City
0-1 Rico Lewis ('2 )
0-2 Josko Gvardiol ('51 )
0-1 Rico Lewis ('2 )
0-2 Josko Gvardiol ('51 )
Manchester City mun spila til úrslita í enska bikarnum í ár eftir að hafa unnið Nottingham Forest, 2-0, á Wembley í dag.
Það tók City-menn aðeins tæpar tvær mínútur að taka forystuna á Wembley.
Heimamaðurinn Rico Lewis skoraði markið. Mateo Kovacic vann sig inn að teignum og sendi hann síðan á Lewis sem skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í vinstra hornið.
Josko Gvardiol tvöfaldaði forystuna í byrjun síðari hálfleiks með hörkuskalla eftir hornspyrnu Omar Marmoush.
Forest-menn voru óheppnir að skora ekki í leiknum. Morgan Gibbs-White átti tvö skot í tréverkið á aðeins fjórum mínútum, en fyrst átti hann geggjað viðstöðulaust skot í þverslá og síðan annað í stöng.
Taiwo Awoiniyi var næstur til að setja boltann í stöngina eftir að hann reyndi hælspyrnu áður en Stefan Ortega varði frá Nicolas Dominguez.
Frábær kafli hjá Forest, sem átti ekki eitt einasta skot í fyrri hálfleiknum, en ekki nógu gott til að komast aftur inn í leikinn.
Man City hafði 2-0 sigur og er komið í úrslitaleikinn en þar mætir liðið Crystal Palace. Úrslitaleikurinn fer fram 17. maí og er að sjálfsögðu spilaður á Wembley.
Athugasemdir