Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla tryggði Bayern meistaratitilinn
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir að hafa misst af síðustu þremur leikjum, tveimur með landsliðinu og einum með Bayern, vegna meiðsla.

Bayern varð þýskur meistari í dag eftir 3-1 sigur á Freiburg. Þetta eer þriðji deildartitill Glódísar með Bayern.

Glódís byrjaði á bekknum en kom inn á 75. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði hún með skalla eftir hornspyrnu og innsiglaði 3-1 sigur liðsins.

Bayern er með 11 stiga forystu á Íslendingalið Wolfsburg þegar liðið á tvo leiki eftir en Wolfsburg þrjá.

Dagný Brynjarsdóttir spilaði seinni hálfleikinn þegar West Ham rúllaði yfir Crystal Palace 7-1. West Ham er í 6. sæti ensku deildarinnar með 23 stig eftir 20 umferðir.

Þríeykið Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristinstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Pitea í sænsku deeildinni. Kristianstad er í 11. sæti með fjögur stig eftir fimm umferðir.


Athugasemdir