Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon frábær í mikilvægum sigri - Ísak Andri sjóðandi heitur
Hákon Arnar frábær í dag
Hákon Arnar frábær í dag
Mynd: EPA
Ísak Andri verið sjóðandi heitur að undanförnu
Ísak Andri verið sjóðandi heitur að undanförnu
Mynd: Guðmundur Svansson
Hákon Arnar Haraldsson átti frábæran leik þegar Lille lagði Angers 2-0 í frönsku deildinni.

Hann lagði upp fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks þegar Alexsandro skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Hákoni.

Hákon bætti svo öðru markinu við eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik og innsiglaði sigurinn. Lille er í 2. sæti deildarinnar með 56 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Það eru aðeins tvö stig niður fyrir Meistaradeildarsæti.

Sævar Atli Magnússon innsiglaði 2-0 sigur Lyngby geegn Silkeborg í dönsku deildinni. Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Sonderjyske þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Viborg.

Lyngby er í 10. sæti með 23 stig en Sonderjyske í 9. sæti með 30 stig.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom að marki í þriðja leiknum í röð þegar hann lagði upp í 3-1 sigri Norrköping gegn Varnamo. Hann hefur lagt upp þrjú og skorað eitt í síðustu þremur leikjum. Hann var í byrjunarliðinu í dag ásamt Arnóri Ingva Traustasyni.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson komu inn á þegar Halmstad gerði 1-1 jafntefli gegn Sirius. Ari Sigurpálsson kom inn á þegar Elfsborg tapaði 2-0 gegn AIK en Júlíus Magnússon er fjarverandi.

Elfsborg er í 4. sæti meeð 10 stig eftir 6 umferðir. Norrköping er í 5. sæti með níu stig en Halmstad er í 14. sæti með fjögur stig.

Willum Þór Willumsson skoraði og lagði upp í 4-0 sigri Birmingham gegn Mansfield í ensku C-deildinni. Liðið er komið með 105 stig. Liðið bætti þar með metið yfir flest stig í deildinni sem var 103 stig en Reading á metið yfir flest stig í deildakeppni á Englandi. Liðið náði í 106 stig tímabilið 2005/06 í Championship deildinni.


Athugasemdir