Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter og Napoli hnífjöfn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru sjö leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem er gríðarlega mikil spenna í titilbaráttunni.

Inter og Napoli eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Þau eiga bæði 71 stig og skiptir markatalan engu máli ef þau enda jöfn, heldur munu liðin þurfa að keppa úrslitaleik sín á milli um Ítalíumeistaratitilinn.

Þetta hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu Serie A deildarinnar, þegar Bologna sigraði gegn Inter í úrslitaleik 1964 eftir að liðin höfðu endað jöfn á stigum á toppinum.

Inter tekur á móti Roma í afar spennandi slag í dag, áður en Napoli fær Torino í heimsókn í kvöld.

Evrópubaráttulið Atalanta, Juventus og Fiorentina eiga þá heimaleiki í dag þar sem þau þurfa öll á sigrum að halda, á meðan AC Milan heimsækir Íslendingalið Venezia til Feneyja.

Albert Guðmundsson mun líklega koma við sögu með Fiorentina gegn Empoli og svo Þórir Jóhann Helgason á mála hjá fallbaráttuliði Lecce sem heimsækir Atalanta. Þórir Jóhann hefur gefið tvær stoðsendingar í síðustu þremur deildarleikjum.

Að lokum taka lærisveinar hins eftirsótta Cesc Fábregas á móti Genoa.

Leikir dagsins:
10:30 Como - Genoa
10:30 Venezia - Milan
13:00 Fiorentina - Empoli
13:00 Inter - Roma
16:00 Juventus - Monza
18:45 Atalanta - Lecce
18:45 Napoli - Torino
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 21 9 4 72 32 +40 72
2 Napoli 33 21 8 4 52 25 +27 71
3 Atalanta 33 19 7 7 66 30 +36 64
4 Bologna 33 16 12 5 52 37 +15 60
5 Fiorentina 34 17 8 9 52 33 +19 59
6 Juventus 33 15 14 4 49 31 +18 59
7 Lazio 33 17 8 8 55 43 +12 59
8 Roma 34 16 10 8 48 32 +16 58
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 33 10 13 10 38 37 +1 43
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 33 11 7 15 36 48 -12 40
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Verona 33 9 5 19 30 60 -30 32
15 Parma 33 6 13 14 38 51 -13 31
16 Cagliari 33 7 9 17 33 49 -16 30
17 Lecce 33 6 8 19 23 55 -32 26
18 Venezia 34 4 13 17 27 48 -21 25
19 Empoli 34 4 13 17 26 53 -27 25
20 Monza 33 2 9 22 25 57 -32 15
Athugasemdir
banner