Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   sun 27. apríl 2025 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mikilvægur sigur Villarreal
Mynd: EPA
Villarreal 1 - 0 Espanyol
1-0 Yeremi Pino ('52 )

Villarreal er komið upp í Meistaradeildarsæti eftir að liðið vann 1-0 sigur á Espanyol í La Liga í dag.

Gulu kafbátarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og mikið líf í sóknarleik þeirra.

Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á 14. mínútu fyrir að kýla leikmann Villarreal í loftinu, en dró síðar ákvörðun sína til baka þegar hann skoraði VAR-skjáinn. Joan Garcia, markvörður Espanyol, fór fyrst í boltann og vítaspyrnudómurinn tekinn til baka.

Eftir hálftímaleik kom Thierno Barry boltanum í netið eftir að Garcia hafði varið skot út í teiginn. Markið var tekið af vegna rangstöðu en það munaði aðeins einhverjum sentimetrum á að hann hafi verið réttstæður.

Markið kom fyrir rest. Nicolas Pepe fann Yeremi Pino inn á miðjum teignum sem tók viðstöðulaust skot og neðst í vinstra hornið.

Leikmenn og þjálfarar Villarreal töldu sig hafa komist í tveggja marka forystu aðeins sjö mínútum síðar er Barry vann boltann af varnarmanni Espanyol áður en Ayoze Perez setti boltann í netið, en Barry var dæmdur brotlegur í aðdragandanum.

Það er rannsóknarefni að Villarreal hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum en sóknarmenn liðsins fóru illa með góðar stöður og þá varði Garcia oft á tíðum vel.

Garcia hefur verið einn besti markvörður deildarinnar á tímabilinu og verið orðaður við spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid ásamt nokkrum félögum úr ensku úrvalsdeildinni.

Sóknarleikur Espanyol var hins vegar ekki upp á marga fiska og átti liðið aðeins nokkur ágætis færi sem varla er hægt að flokka sem dauðafæri.

Sigur Villarreal staðreynd og liðið komið upp í 5. sæti, sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu, þegar fimm umferðir eru eftir en Espanyol í 13. sæti með 39 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner