Það er kátt á hjalla á Anfield í dag en Liverpool fagnar nú 20. Englandsmeistaratitli sínum og var Virgil van Dijk, fyrirliði liðsins, eðlilega hátt uppi þegar hann ræddi við Sky Sports eftir leik.
Liverpool kláraði dæmið með stæl með því að gjörsigra Tottenham 5-1.
Tuttugasti deildartitillinn er kominn í hús og átti Van Dijk stóran þátt í honum.
Hann var í skýjunum eftir leikinn og var þráin mikil að vinna þennan titil.
„Þetta er fallegasta félag heims. Við eigum þetta skilið og ætlum virkilega að njóta næstu vikur.“
„Ég vildi ekkert annað en að vinna titilinn fyrir stuðningsmennina, bæði nær og fjær, en líka fyrir okkur.“
„Við höfum unnið deildina tvisvar á fimm árum,“ sagði Van Dijk í lokin.
Mikil gleði í Liverpool og verður Van Dijk auðvitað áfram á næsta tímabili. Hann skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning eins og markahæsti maður Liverpool, Mohamed Salah.
Virgil van Dijk & Trent Alexander-Arnold #LIVTOT pic.twitter.com/WWWXWs0t70
— H (@HQpcrt) April 27, 2025
Athugasemdir