
Maegan Kelly átti magnaðan leik og skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Kelly er ánægð með þrennuna en segir allt liðið eiga hrós skilið.
Kelly er ánægð með þrennuna en segir allt liðið eiga hrós skilið.
,,Þetta var gaman, en ég hefði ekki getað skorað þessi mörk án liðsfélaga minna. Ég gef þeim allt hrósið, því ég hefði ekki náð þessu án þeirra stuðnings," sagði Maegan við Fótbolta.net.
,,Það er alltaf gott að fá þrjú stig, sigur er sigur. Við náðum að skora þrjú mörk, við þurfum að skora til að vinna, og við vorum ákveðin í að vinna."
,,Mér fannst við eiga þetta skilið. Við sóttum vel sem lið og vörðumst vel sem lið og við héldum bara áfram að keyra á þær allan leikinn."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir