
Elín Metta Jensen skoraði þrennu þegar Valur sigraði Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 4-1 sigri Vals en eftir jafnan fyrri hálfleik kláruðu Valsstúlkur leikinn í síðari hálfleik.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Selfoss
„Þetta var bara hörkuleikur. Bæði lið voru með blússandi baráttu og þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið," sagði Elín eftir leikinn í kvöld.
„Við nýttum færin okkar vel. Mér fannst við ekki fá mikið af færum en þau færi sem við fengum nýttum við vel."
Elín Metta fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins sem að Selfyssingar voru ekki sáttir við. Elín vill þó meina að víti hafi verið réttur dómur.
„Mér finnst hún taka mig úr jafnvægi og ég held að þetta hafi verið réttur dómur. Ég fibaðist við þetta en ég þarf eiginlega bara að sjá þetta aftur."
Elín var að sjálfsögðu ánægð með það að hafa skorað þrennu í leiknum.
„Þetta byrjar vel hjá okkur og ég var svolítið heppin í dag."
Athugasemdir